Nýr yfirlæknir sjúkrasviðs

Björn Magnússon, sérfræðingur í lyflækningum og lungnasjúkdómum, hefur verið ráðinn yfirlæknir á sjúkrasviði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Björn mun taka við starfinu í byrjun júlí en hann hefur verið forstöðulæknir á Neskaupsstað undanfarin ár.

Björn er með sérfræðiréttindi frá New York University Medical Center í lungnalækningum og almennum lyflækningum frá Bronx Veterans Hospital og Mt sinai Hospital í New York City.

Fyrri grein„Selfoss á heima í efstu deild“
Næsta greinTakmörkuð umferð um Dyrhólaey