Nýr varðstjórabíll hjá Brunavörnum Árnessýslu

Í dag tóku Brunavarnir Árnessýslu í notkun nýjan varðstjórabíl af gerðinni Skoda Superb frá Heklu-umboðinu. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og knúinn díselvél.

Nýi bíllinn leysir af hólmi tólf ára gamlan Subaru Legacy.

Fjórir varðstjórar skipta með sér vöktum allt árið, viku í senn, og er bíllinn ætlaður fyrir þá til að sinna starfi sínu. Þessi bíll er því nánast alltaf fyrstur á vettvang þegar upp koma verkefni slökkviliðsins.

Hann er búin öllum helstu tækjum sem þurfa að vera í svona bíl en Múlaradíó í Reykjavík sá um að koma fyrir aukabúnaði í bílinn.

Helsta aðalsmerki þessa bíls eru öryggismerkingar hans en SB-Skiltagerð í Þorlákshöfn sá um það verkefni. Um er að ræða merkingar sem verið er að taka upp í öllum Evrópulöndum. Þar er öryggið í fyrsta sæti eins og ávallt en nú með enn meiri áherslu, eins eru forgangsljós og fleira af nýrri og endurbættri gerð.

Fyrri greinFrítt lag frá Jónasi Sig: Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá
Næsta greinFimmhundruð bíósæti gefin í menningarsalinn