Nýr sviðsstjóri þjónustu- og framkvæmdasviðs

Kristinn Lúðvík Aðalbjörnsson frá Akranesi hefur verið ráðinn nýr sviðstjóri þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar en hann tekur við starfinu af Kristni J. Gíslasyni.

Kristinn Lúðvík er byggingafræðingur að mennt og einnig með meistararéttindi í pípulögnum.

Hann mun flytjast í sveitarfélagið í framhaldinu af ráðningunni.