Nýr skógræktarráðunautur á Suðurlandi

Jón Þór Birgisson skógfræðingur hefur verið ráðinn tímabundið til starfa hjá Skógræktinni til að sinna nytjaskógrækt á lögbýlum á Suðurlandi.

Jón Þór leysir Hörpu Dís Harðardóttur af frá og með 1. nóvember þegar Harpa Dís tekur eins árs leyfi frá störfum hjá Skógræktinni.

Jón Þór er skógfræðingur og lauk B.s.-prófi í skógfræði frá Landbúnaðarháskóla Ís­lands 2009 en hefur einnig iðmenntun að baki. Hann hefur verið búsettur í Danmörku síðustu árin þar sem hann hefur starfað hjá dönsku þjóðskógunum en und­an­farin misseri hjá dönsku rafiðnfyrirtæki. Jón Þór er Selfyssingur með reynslu af iðnaðar-, landbúnaðar- og skógræktar­störfum hér heima, meðal annars hjá Skógræktinni í Haukadal og hjá Suður­landsskógum.

Verkefni Jóns Þórs verður að þjóna nytjaskógrækt á lögbýlum á Suðurlandi og veita skógarbændum ráðgjöf um gróður­setningu, grisjun og aðra umhirðu, auk áætlanagerðar einstakra svæða og úttektar þeirra.