Nýr skemmtistaður rís á rústum 800

Húsið sem hýsti 800Bar á Selfossi verður endurbyggt sem skemmtistaður en byggingarleyfi er í höfn að sögn Árna Steinarssonar, eiganda hússins.

800Bar varð eldi að bráð þann 14. mars síðastliðinn. Staðurinn verður opnaður undir öðru nafni en Árni vill ekki gefa upp hvað það verður að svo stöddu.

Verið er að leggja lokahönd á teikningar á þaki, en loftið verður tekið upp og gluggar verða í þakinu.

Árni reiknar með að loka húsinu fyrir jól og stefnan er tekin á að opna í byrjun mars. Árni verður rekstraraðili staðarins en öll tilskilin leyfir eru til staðar varðandi reksturinn.

Fyrri greinÞórsarar misstu af úrslitaleiknum
Næsta greinFyrri forkeppni Uppsveita-stjörnunnar í dag