Nýr rekstur inn í Gimli

Ljósmynd/Sveitarfélagið Árborg

Þann 1. október síðastliðinn undirritaði Sveitarfélagið Árborg leigusamning við nýja rekstraraðila að efri hæð samkomuhússins Gimli á Stokkseyri.

Þau Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir, Myrra Rós Þrastardóttir, Alda Rose Cartwright og Pétur Már Guðmundsson tóku við rekstrinum samdægurs og fyrirhuga opnun vinnustofa og kaffihúss í salnum á efri hæð Gimli síðar í október.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, undirritaði samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fyrri greinBleika boðið á Selfossi í kvöld
Næsta greinSelfyssingar töpuðu á Ísafirði