Nýr námsvefur í dönsku eftir sunnlenska höfunda

Heimir Eyvindarson og Sigríður Sigurðardóttir, dönskukennarar við Grunnskólann í Hveragerði, eru höfundar alls efnis á nýjum gagnvirkum kennsluvef í dönsku sem opnaður var formlega á vegum Námsgagnastofnunar í síðustu viku.

Vefurinn heitir Lige i lommen og er sérstaklega hannaður með snjallsíma og spjaldtölvur í huga.

Á vefnum er að finna aragrúa verkefna sem hægt er að vinna jafnt innan- sem utandyra með snjalltækin ein að vopni. Þar er hægt að finna margar æfingar fyrir lengra sem styttra komna í dönskunámi.Nýr námsvefur í dönsku eftir sunnlenska höfunda

Fyrri greinVeruleg úrkoma á Suðurlandi
Næsta greinGunnar ráðinn yfirmaður knattspyrnumála á Selfossi