Nýr meirihluti kynntur í dag

Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa náð saman um myndun nýs meirihluta í Árborg samkvæmt heimildum sunnlenska.is. Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi B-listans, mun ganga til liðs við meirihluta D-listans.

Sjálfstæðismenn hafa fimm af níu bæjarstjórnarstólum en meirihluti þeirra var í óvissu í vikunni eftir að fjórir bæjarfulltrúar D-listans lýstu yfir vantrausti á þann fimmta, Elfu Dögg Þórðardóttur, á mánudagskvöld. Elfa Dögg er mótfallin úrsögn Árborgar úr Skólaskrifstofu Suðurlands, en D-listinn vill að Árborg segi sig úr skrifstofunni.

Samkvæmt heimildum sunnlenska.is hafa ýmsar þreifingar átt sér stað í vikunni og Elfa Dögg fundaði m.a. með fulltrúum minnihlutans.

Formlegar viðræður D- og B-lista hófust í gær og samkvæmt heimildum sunnlenska.is verður nýtt meirihlutasamstarf kynnt í dag.

Fyrri greinHyggjast gera tíu íbúðarlóðir
Næsta greinElfa Dögg áfram með meirihlutanum