Nýr meirihluti í GOGG

Meirihlutinn er fallinn í Grímsnes- og Grafningshreppi en þar vann C-listi lýðræðissinna góðan sigur.

C-listinn fékk 151 atkvæði og þrjá menn af fimm í hreppsnefnd. K-listinn fékk 117 atkvæði og tvo menn.

Kosningaþátttaka var 90,4% en 271 kjósandi af 301 mætti á kjörstað. Auðir seðlar voru 3 og ógildir 1.

Röð kjörinna fulltrúa er því þessi:

1. Hörður Óli Guðmundsson (C)
2. Ingvar Grétar Ingvarsson (K)
3. Ingibjörg Harðardóttir (C)
4. Guðmundur Ármann Pétursson (K)
5. Gunnar Þorgeirsson (C)