Nýr meðhjálpari á Stokkseyri

Um páskana kom nýr meðhjálpari til starfa við Stokkseyrarkirkju. Það er Kristín Breiðfjörð Pétursdóttir á Selfossi sem tók við meðhjálparastarfinu af Ragnhildi Jónsdóttur.

Sóknarpresturinn, séra Sveinn Valgeirsson, bauð hinn nýja meðhjálpara velkomin til starfa fyrir kirkju og söfnuð og bað henni blessunar í störfum sínum.

Organisti við Stokkseyrarkirkju er Haukur A. Gíslason sem er eiginmaður Kristínar meðhjálpara.

Fyrri greinMikið öskufall undir Eyjafjöllum
Næsta greinMisnotuðu víti á lokakaflanum