Nýr leitarhundur í Hveragerði

Aron Karl Ásgeirsson, félagi í Hjálparsveit skáta Hveragerði, HSSH, hefur hafið þjálfun á nýjum leitarhundi.

Hundurinn heitir Glóð og er Border Collie. Lárus Kristinn Guðmundsson, formaður HSSH, segir mikinn styrk af því að fá annan leitarhund í sýsluna en fyrir er hundurinn Morris hjá HSSH.

Glóð er þó ekki tilbúinn í útkall, enda aðeins hvolpur, og nú tekur við hjá henni mikið þjálfunarferli á næstu árum.

Fyrri grein„Það voru allir í einhverju rugli“
Næsta greinFjórtán jeppar á felgunni