Nýr leikvöllur á Borg

Nýi leikvöllurinn á Borg í Grímsnesi. Ljósmynd/GOGG

Fyrr í sumar var lauk framkvæmdum við nýjan leikvöll við Hraunbraut á Borg í Grímsnesi. Settur var upp fjöldi nýrra leiktækja, sem dæmi má nefna rólur, klifurgrind og rennibraut en það er nýja aparólan sem skarar fram úr meðal krakkanna.

Framkvæmd leikvallarins var samstarf Fossvéla, Grjótgás og Jóhanns Helga & Co. en það var Hermann Ólafsson, landslagsarkitekt hjá Landhönnun, sem hannaði hann leikvöllinn.

Í tilkynningu frá Grímsnes- og Grafningshreppi segir að verkið sé hluti af fjölda spennandi verkefna við opin svæði á Borg í Grímsnesi sem haldið verður áfram næstu ár. Leikvöllurinn sé frábær viðbót við Borgarsvæðið og hann er opinn öllum.

Fyrri greinLífræn ræktun og framleiðsla – horft fram á veginn
Næsta greinSundlaugin rekin með miklum halla