Nýr landshluta-bæklingur fyrir Suðurland

Markaðsstofa Suðurlands hefur gefið út landshlutabækling 2016-2017. Upplýsingabæklingurinn er helgaður ferðaþjónustufyrirtækjum á Suðurlandi sem eru aðilar að Markaðsstofunni.

Bæklingurinn er veglegur og prýddur mörgum fallegum myndum og í honum er hægt að nálgast helstu upplýsingar um náttúruperlur Suðurlands, þéttbýliskjarna og ferðaþjónustuaðila.

Hægt verður að nálgast bæklinginn á öllum helstu upplýsingamiðstöðvum landsins. Einnig er hægt að skoða bæklinginn á vef Markaðsstofunnar.

Fyrri greinBanaslys við Fagurhólsmýri
Næsta greinÞorsteinn ráðinn til Markaðsstofunnar