Nýr kaleikur í Skálholti

Nýr kaleikur verður tekinn til nota í Skálholtsdómkirkju á Skálholtshátíð um helgina í stað þess sem stolið var úr kirkjunni í desember sl.

Kaleikurinn var smíðaður í Bretlandi og kostar 300.000 krónur. Gamla kaleiknum var stolið úr kirkunni aðfaranótt 20. desember sl. ásamt prestshökli og oblátuskrínu úr silfri.

Nýi kaleikurinn er gefinn úr minningarsjóði Þorláks helga.

Fyrri greinGuðjón Finnur í Selfoss
Næsta grein„Treystum drengjunum okkar áfram“