Nýr kaleikur í Skálholti

Nýr kaleikur verður tekinn til nota í Skálholtsdómkirkju á Skálholtshátíð um helgina í stað þess sem stolið var úr kirkjunni í desember sl.

Kaleikurinn var smíðaður í Bretlandi og kostar 300.000 krónur. Gamla kaleiknum var stolið úr kirkunni aðfaranótt 20. desember sl. ásamt prestshökli og oblátuskrínu úr silfri.

Nýi kaleikurinn er gefinn úr minningarsjóði Þorláks helga.