Nýr bjór frá Ölvisholti

Ölvisholt Brugghús hefur sett á markað sumarbjórinn Röðul. Þetta er sannkallaður sælkerabjór sem bjórunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara.

Röðull – India Pale Ale er bruggaður að bandarískri fyrirmynd og er ljóst öl en með töluvert meira magn af humlum en venjulegt ljóst öl. Humlarnir gefa kröftuga beiskju og skínandi sumarlegan ilm og bragð.

Ölvisholt Brugghús vinnur eftir hugmyndafræði örbrugghúsa sem fóru að stinga upp kollinum seint á síðustu öld en flest eiga þau það sameiginlegt að framleiða metnaðarfyllri bjór en gengur og gerist. Markmið Ölvisholts er að kynna bjór sem valkost með góðum mat á góðri stund og ekki síður að kynna fyrir fólki þann óendanlega fjölbreytileika sem bjórgerð býður uppá.

Eigendur brugghússins setti sér það markmið í upphafi að framleiða metnaðarfyllri bjóra en venja hefur verið hérlendis og hefur sá metnaður hefur skilað sér í því að Ölvisholt er nú framsæknasti bjórútflytjandi landsins. Vörur fyrirtækisins hafa fengið mjög góða dóma í Danmörku, Svíþjóð, Kanada og Bandaríkjunum.

Fyrri greinKynningarfundur í dag
Næsta greinSkemmtileg origamiverk í þrívídd