Nýnemar skírðir í sól og blíðu

Eldri og reyndari nemendur taka vel á móti nýnemunum í ML. Ljósmynd/Ívar Sæland

Nýnemaviku í Menntaskólanum að Laugarvatni lýkur venju samkvæmt með skírn nýnemanna í Laugarvatni.

Skólinn var settur miðvikudaginn 23. ágúst og föstudagurinn þar á eftir er svo sá dagur þegar nýnemarnir eru formlega vígðir inn í hóp ML-inga. Nýnemum er smalað samkvæmt ritúali niður að vatni og rísa upp úr Laugarvatninu sem fullgildir ML-ingar. Skírnin fór að þessu sinni fram í blíðskaparveðri sem gerir góðar minningar svo bjartar og fallegar.

Hirðljósmyndari skólans, Ívar Sæland, myndaði skírnardaginn og má sjá myndirnar hér.

Fyrri greinÞórfríður nýr þjálfari hjá Frískum Flóamönnum
Næsta grein„Við erum svakalega spennt“