Föstudaginn 26. ágúst síðastliðinn lauk nýnemaviku í Menntaskólanum að Laugarvatni með gleðigöngu og skírn í Laugarvatni. Að skírn lokinni eru nýnemar formlega orðnir ML-ingar og voru þeir boðnir hjartanlega velkomnir í skólann að athöfn lokinni.
Það var sérstakt fagnaðarefni að hægt væri að virða þessa hefð með því sniði sem ML-ingar áttu að venjast fyrir Covid-19 faraldurinn og óhætt að segja að gleðin hafi skinið úr hverju andliti. Veðrið lék við krakkana þennan dag og sólin glampaði á vatninu og í augum viðstaddra.