Nýjar tölvur fyrir nýja sveitarstjórnarmenn

Ný sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að kaupa nýjar tölvur fyrir sig, eða fimm fartölvur frá TRS á Selfossi að upphæð 620.874 krónur með virðisaukaskatti.

Þá hefur verið samþykkt að taka tilboði TRS í Office pakka fyrir opinbera aðila, sem settur verður upp í tölvunum fimm.

Fyrri greinEyberg með sigurmark Ægis
Næsta grein„Sterkasta landsmót sem haldið hefur verið“