Nýjar Ölfusréttir vígðar

Í Ölfusréttum. Mynd úr safni.

Nýjar Ölfusréttir voru vígðar síðastliðinn sunnudag, 18. september í mynni Reykjadals í Ölfusi. Réttirnar vöktu mikla athygli og kátínu hjá erlendum ferðamönnum sem áttu leið hjá í Reykjadal og margir hverjir stöldruðu við og fylgdust með.

Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri Ölfuss, Sveinn Steinarsson forseti bæjarstjórnar og Halldór Guðmundsson sauðfjárbóndi í Hvammi í Ölfusi héldu ræðu við vígsluathöfnina.

Veðrið lék við smalafólk og smalamennskan gekk vel fyrir sig.

Fyrri greinMetþáttaka í kastþraut Óla Guðmunds
Næsta greinSelfyssingar töpuðu í Framhúsinu