Nýjar hraðamyndavélar í Flóahreppi

Önnur nýju hraðamyndavélanna við Tún í Flóahreppi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Á morgun, 1. mars, verða tvær hraðamyndavélar teknar í notkun á þjóðvegi 1, austan við Selfoss.

Vélarnar eru við bæinn Tún í Flóahreppi og er uppsetning þeirra liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda. Tilgangurinn er sá að draga úr ökuhraða á þjóðvegum og fækka umferðarslysum.

Samgönguráðuneytið, ríkislögreglustjóri, Samgöngustofa og Vegagerðin vinna að uppsetningu hraðamyndavélanna en um er að ræða stafræna myndatöku þar sem upplýsingar um hraðabrot eru sendar samstundis til lögreglunnar. Ekki er tekin mynd nema um brot sé að ræða.

Fyrri greinSelfoss vann toppslaginn
Næsta greinLengjubikarinn: Selfoss á sigurbraut – Ægir steinlá aftur