Nýja Ölfusárbrúin komin í útboð

Ný Ölfusárbrú. Mynd/Efla

Vegagerðin hefur auglýst eftir þátttakendum í samkeppnisútboði fyrir byggingu nýrrar brúar á Ölfusá ásamt aðliggjandi vegum, vegamótum, brúm og undirgöngum.

Um er að ræða samkeppnisútboð á grundvelli laga um opinber innkaup þar sem beitt verður hæfismiðuðu vali og þeim fyrirtækjum boðið til þátttöku sem metin verð hæf á grundvelli útboðsauglýsingar. Um er að ræða hönnun, framkvæmd og fjármögnun á framkvæmdatíma.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og umsóknarfresturinn er til 5. apríl næstkomandi.

Verkefnið felst í byggingu nýs 3,7 km Hringvegar, nýrrar 330 m langrar stagbrúar á Ölfusá, um 1 km af öðrum tveggja akreina vegum, nýjum vegamótum við Hringveg austan Selfoss, undirgöngum undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Einnig er gert ráð fyrir lögnum veitufyrirtækja.

Hægra megin á myndinni er Hellisskógur og fyrir miðri mynd er Efri-Laugardælaeyja en á myndinni er byggingarsvæði nýrrar brúar yfir Ölfusá. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri greinHera, Árni og Ívan verðlaunuð fyrir smásögur sínar
Næsta greinAð standa vörð um íslenskan landbúnað