Nýja hjúkrunarheimilið heitir Móberg

Ljósmynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýja hjúkrunarheimilið á Selfossi, sem opnað verður á þessu ári, hefur hlotið nafnið Móberg. Móberg stendur við hlið Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og mun stofnunin annast reksturinn á heimilinu.

Eftir nafnasamkeppni komust bæjarráðsfulltrúarnir Tómas Ellert Tómasson, Arna Ír Gunnarsdóttir og Gunnar Egilsson, ásamt Baldvinu Ýr Hafsteinsdóttur frá HSU og Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, að þeirri niðurstöðu að leggja til nafnið Móberg.

Tillagan kemur frá Kristínu Jónu Símonardóttur á Selfossi og með nafninu er vísað í bæjarfjall Selfoss, Ingólfsfjall, sem einkum er gert úr móbergi.

Kristín Jóna var verðlaunuð fyrir nafnið á dögunum og á myndinni hér að ofan er hún ásamt Gísla bæjarstjóra Árborgar, Díönu Óskarsdóttur forstjóra HSU og bæjarfulltrúunum Tómasi Ellert og Kjartani Björnssyni.

Fyrri greinHvernig leggjum við grunn að fjölbreyttu atvinnulífi?
Næsta greinSkuldir Sveitarfélagsins Árborgar