Nýja gatan heitir Sólbakki

Sveitarstjórn Rangárþings eystra ákvað á síðasta fundi sínum að nefna nýjustu götuna á Hvolsvelli Sólbakka.

Sólbakki er við heilsugæslustöðina en gatan mun ganga út úr Öldubakka og liggja samhliða Fljótshlíðarvegi. Níu íbúðarlóðir verða við götuna þar sem gert er ráð fyrir tveimur parhúsum og einu raðhúsi.

Á fundinum þakkaði sveitarstjórn þeim sem sendu inn tillögur að nafni kærlega fyrir hugmyndirnar.

Fyrri greinHjólhýsi fauk útaf undir Ingólfsfjalli
Næsta greinÓlafur fékk Atgeirinn