Nýir skyrtankar hífðir inn í mjólkurbúið

Tveir 30.000 lítra tankar voru hífðir inn í mjólkurbúið á Selfossi á dögunum. Tankarnir eru stærstu innanhústankar MS til þessa og eru þeir ætlaðir til framleiðslu á Ísey skyri.

Að sögn Sunnu Gunnars Marteinsdóttur, verkefnastjóri hjá MS, munu nýju tankarnir leysa af sex eldri og minni tanka.

MS Selfossi er stærsta einstaka afurðastöðin innan MS en þar eru framleiddar á milli 300 og 350 þúsund dósir af Ísey skyri á viku fyrir markaði í Finnlandi, Sviss og Bretlandi auk Íslands.


Nýju tönkunum komið fyrir. Ljósmynd/MS

Fyrri greinBókin Trjáklippingar endurútgefin
Næsta greinSonus undirbýr rafbílarallý – „Fékk gæsahúð af spenningi“