Nýir samningar við ungmennafélagið

Undirritun samninga milli Sveitarfélagsins Árborgar og Umf. Selfoss fór fram í gær en þá var skrifað undir nýjan þjónustusamning til fjögurra ára, rekstrarsamning um Selfossvöll til eins árs og styrktarsamning við Selfossveitur.

Það voru þau Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar og Grímur Hergeirsson, formaður Umf. Selfoss sem undirrituðu samningana ásamt Eyþóri Arnalds, formanni bæjarráðs Árborgar, Elfu Dögg Þórðardóttur, varaformanns bæjarráðs Árborgar og Erni Guðnasyni, framkvæmdastjóra Umf. Selfoss.

Þjónustusamningurinn felur t.a.m. í sér almennan rekstrarstyrk, afreks- og styrktarsjóð og sérstaks framlags til barna- og unglingastarfs félagsins en Umf. Selfoss heldur utan um mjög öflugt barna- og ungmennastarf.

Með endurnýjun rekstrarsamningsins um Selfossvöll heldur Umf. Selfoss áfram að sjá um daglegan rekstur svæðisins sem hefur gengið vel sl. ár í samstarfi við sveitarfélagið.