Nýir rekstraraðilar að tjaldsvæðinu á Stokkseyri

Á fundi bæjarráðs Árborgar í síðustu viku var samþykkt að semja við Hönnu Siv Bjarnardóttur og Ólaf Má Ólafsson um rekstur tjaldsvæðisins á Stokkseyri.

Samningur um tjaldsvæðið var undirritaður í framhaldinu.

Tjaldsvæðið hefur verið byggt upp í áföngum á síðustu árum og á síðasta ári var komið fyrir aðstöðuhúsi fyrir sturtur o.fl.

Tjaldsvæðið er aðili að útilegukortinu.

Fyrri greinStrákarnir okkar: Sjö mörk í sjö leikjum hjá Viðari
Næsta greinHaukur Már sigraði á 1. maí mótinu