Nýir kjarasamningar Kennarasambands Íslands kosta Sveitarfélagið Árborg tæplega 285,6 milljónir króna árið 2025.
Á bæjarstjórnarfundi í byrjun mánaðarins var samþykktur viðauki við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins vegna þessara og fleiri breytinga.
Til að koma til móts við hækkanir vegna nýrra kjarasamninga kennara var veikinda/kjarasamningapottur í fjárhagsáætlun lækkaður um 100 milljónir króna og raunhækkun á rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins vegna nýrra kjarasamninga er því tæplega 185,6 milljónir króna árið 2025.
Í sama viðauka má meðal annars finna hækkun á ræstingu í Stekkjaskóla vegna 2. áfanga skólans, upp á 20 milljónir króna, hækkun til Brunavarna Árnessýslu upp á tæplega 21 milljón króna vegna kjarasamningsbundinna hækkana og hækkun til Tónlistarskóla Árnesinga af sömu ástæðu upp á tæplega 10,2 milljónir króna.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Árborgar er rúmlega 261,3 milljónir króna og lækkar rekstrarniðurstaða í A hluta um tæplega 774,9 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða samantekins A og B hluta er nú áætluð neikvæð um rúmlega 179,8 milljónir króna.
