Nýir aðstoðarskólastjórnendur ráðnir við Kerhólsskóla

Kerhólsskóli. Ljósmynd/GOGG

Gengið hefur verið frá ráðningu aðstoðarskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra við Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Guðrún Ása Kristleifsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri grunnskóladeildar skólans. Guðrún Ása hefur lengst af starfað sem grunnskólakennari, meðal annars við Kerhólsskóla, auk þess sem hún hefur gegnt stöðu deildarstjóra grunnskóladeildarinnar síðastliðið ár. Hún er menntuð í íþrótta-, tómstunda- og félagsmálafræðum frá Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands, auk þess sem hún hefur lokið viðbótardiplómu í viðburðastjórnun og hagnýtri heilsueflingu.

Sigríður Þorbjörnsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri í Kerhólsskóla. Sigríður hefur starfað í leikskóladeild skólans í níu ár, þar af sjö ár sem deildarstjóri. Hún lauk BS-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og fékk kennsluréttindi með M.Ed. gráðu í menntunarfræði leikskóla frá sama skóla. Auk þess hefur hún sótt fjölda starfstengdra námskeiða sem veita henni ýmis réttindi og þekkingu á sviðinu.

Fyrri greinÁrborg fann ekki sigurmarkið gegn níu leikmönnum Elliða
Næsta greinHamar enn án sigurs