Nýi vegurinn undir Ingólfsfjalli opnaður á fimmtudag

Nú í haust er Samfylkingin að hleypa af stað samráði um atvinnu- og samgöngumál.

Umferð verður hleypt á nýtt hringtorg við Biskupstungnabraut og nýjan kafla Suðurlandsvegar undir Ingólfsfjalli á morgun, fimmtudaginn 8. september milli klukkan 15 og 16. Kaflinn nær frá hringtorginu og um fjóra kílómetra í átt að Hveragerði.

Framkvæmdir hafa gengið framar vonum og eru nokkuð á undan áætlun. Enn á eftir að steypa brúargólf á tvær brýr, yfir Bakkárholtsá og við Kotströnd. Þá á eftir að malbika veginn frá Kotströnd að Kirkjuferjuvegi en sá hluti Hringvegarins var byggður nýr frá grunni. Vonir standa til að opna allan veginn milli Hveragerðis og Selfoss fyrir árslok en verkinu í heild á að ljúka í september 2023 samkvæmt útboði.

ÍAV er aðalverktaki framkvæmdanna sem hófust í apríl 2020.

Fyrri greinEndurheimta votlendi við fuglafriðlandið
Næsta greinReza Mirza ráðinn forstjóri Icelandic Water Holdings