Nýi leikskólinn heitir Goðheimar

Arna Ír Gunnarsdóttir, formaður fræðslunefndar og Anna Ingadóttir, deildarstjóri skólaþjónustu, afhentu Guðrúnu Hrafnhildi verðlaunin. Ljósmynd/Árborg

Nýr leikskóli sem er í byggingu í Engjalandi á Selfossi mun fá nafnið Goðheimar. 

Auglýst var eftir tillögum að nöfnum á skólann og lögðu átján þátttakendur til nafnið Goðheimar.

Dregið var úr nöfnum þeirra sem lögðu til vinningstillöguna og upp úr hattinum kom nafn Guðrúnar Hrafnhildur Klemenzdóttur, sem hlaut að launum gjafabréf í Tryggvaskála og fallegan blómvönd.

Fyrri greinSelfyssingar fresta æfingu vegna gruns um smit
Næsta greinEkki COVID-smit hjá Selfyssingum