Nýbyggingin opnuð á laugardag

Næstkomandi laugardag, 27. júní, opnar Sundhöll Selfoss í nýju viðbyggingunni sem var vígð á 17. júní. Sundhöllin verður lokuð frá hádegi á föstudag.

Við þessa breytingu færist aðalinngangur Sundhallarinnar frá Bankavegi að Tryggvagötu. Bílastæði eru við hlið nýju viðbyggingarinnar og við Bankaveg og eru íbúar einnig sérstaklega hvattir til að nýta reiðhjólin.

Vegna færslu á starfseminni verður Sundhöll Selfoss lokað frá kl. 12:00 föstudaginn 26. júní nk.

Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að fyrstu vikurnar fari í að slípa allt saman í nýju byggingunni og eru gestir beðnir að sýna því skilning en við opnunina mun afgreiðsla- og búningsaðstaða í Sundhöll Selfoss gjörbreytast frá því sem áður var.

Fyrri greinSigríður Birna tekur við leikskólunum á ströndinni
Næsta greinGagnvirkt listaverk afhjúpað í Víkurfjöru