Nýársbrenna á Selfossi

Selfyssingar fögnuðu nýja árinu með brennu á gámasvæðinu við Víkurheiði síðdegis í dag en brennunni var frestað í gær vegna veðurs.

Ágæt mæting var á brennuna þó að stærstur hluti gesta hafi ekki farið út úr bílum sínum.

Björgunarfélag Árborgar sló svo botninn í dagskrána með glæsilegri flugeldasýningu sem endaði með góðum hvelli.

Fyrri greinErill hjá lögreglu
Næsta greinTryggvaskáli og Skálholtskirkja friðuð