Ný virkjun neðanjarðar

Nýtt stöðvarhús Búrfellsvirkjunar á að vera að öllu leyti neðan jarðar í Sámsstaðaklifi. Þetta kom fram á fundi sem Landsvirkjun hélt í Árnesi nýverið.

Þar kom fram að gerð hefði verið áætlun um kostnað við byggingu virkjunarinnar, bæði samkvæmt teikningum þar sem hún yrði með nokkuð hefðbundnum hætti, sem og neðanjarðar að fullu, og í ljós kom að kostnaður væri nokkurn veginn sá sami.

Um er að ræða 100MW virkjun og er ætlunin að hefja framkvæmdir við hana á næsta ári og hún verði gangsett árið 2018.

Skipulagsstofnun hefur gefið út að stækkun Búrfells sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Fyrri greinSelfyssingar börðust fyrir stiginu
Næsta greinKFR sótti stig á Húsavík