Ný verslun Rekstrarlands opnar á Selfossi

Hörður Reynisson í nýrri verslun Rekstrarlands á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í síðustu viku opnaði Rekstrarland nýja verslun á Selfossi. Verslunin er staðsett að Austurvegi 69, við hliðina á Jötunn vélum, en áður var hún til húsa við Olís stöðina á Arnbergi á Selfossi.

„Við erum að stækka húsnæðið og auka vöruúrvalið mjög mikið. Hér er betra aðgengi bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk,“ segir Hörður Reynisson, útibússtjóri Olís á Suðurlandi, í samtali við sunnlenska.is.

Hörður segir Rekstrarland vera bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. „Við erum með ýmsar vörur fyrir landbúnað, hótel, veitingastaði, heilbrigðisvörur og margt fleira. Einnig erum við með fjölbreytt úrval af vörum fyrir fjáraflanir félagasamtaka. Við erum með stóra og góða heilbrigðisdeild og gott úrval af vörum fyrir verðandi mæður,“ segir Hörður og bætir við að viðtökurnar við nýju versluninni hafi verið góðar.

„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og við hlökkum til að bjóða viðskiptavinum upp á nýja og bjarta verslun með gott vöruúrval á nýjum stað. Á fimmtudag og föstudag næstkomandi verðum við opnunartilboð 25% afslátt af öllum vörum,“ segir Hörður að lokum.

Fyrri greinÚr ríki Kallíópu
Næsta greinMetin féllu á Kastþraut Óla Guðmunds