Ný vefsíða full af upplýsingum

Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings hefur opnað heimasíðu, arnesthing.is, Þar sem hægt er að velja upplýsingar um skólaþjónustu og um velferðarþjónustuna.

Á forsíðu vefsins má finna upplýsingar um skólaþjónustu og velferðarnefnd, samninga, nefnd oddvita og sveitarstjóra og fundargerðir.

Á síðu skólaþjónustunnar eru upplýsingar um þjónustuna, eyðublöð s.s. tilvísanir og gátlistar, upplýsingar um starfsmenn og þá leik- og grunnskóla sem skólaþjónustan sinnir. Þar eru einnig sameiginleg markmið skóla og skólaþjónustu.

Fyrri greinÁnægja með rafrænt nám á unglingastigi í Vallaskóla
Næsta greinFremsta taekwondofólk Norðurlandanna á Selfossi