Ný stjórn hjá Framsókn í Hveragerði

Nýja stjórnin (f.v.) Kolbrún Edda, Sæbjörg Lára, Marta Rut, Lóreley og Arnar Ingi. Ljósmynd/Aðsend

Aðalfundur Framsóknar í Hveragerði var haldinn í Reykjadalsskála í kvöld. Ný fimm manna stjórn var kosin á fundinum en áður hafa verið þrír stjórnarmeðlimir.

Formaður félagsins er Marta Rut Ólafsdóttir og með henni í stjórn eru Kolbrún Edda Jensen Björnsdóttir, Sæbjörg Lára Másdóttir, Lóreley Sigurjónsdóttir og Arnar Ingi Ingólfsson.

Fyrri greinFyrsta rafmagnsrútan á Íslandi tekin í notkun
Næsta greinKría verpti sigurmarki í uppbótartíma