Ný póstnúmer í Árnessýslu

Íbúar Árnessýslu vöknuðu margir hverjir í öðru póstnúmeri nú um mánaðamótin. Fjögur ný póstnúmer voru tekin upp í sýslunni.

„Helsti tilgangur breytinganna er að afmarka sveitarfélög með sérstökum póstnúmerum og einfalda þannig flokkun og dreifingu,“ segir Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Póstsins.

Öll sveitarfélögin sem um ræðir voru í póstnúmerinu 801 Selfoss. Flóahreppur fær póstnúmerið 803 Selfoss, Skeiða- og Gnúpverjahreppur verður 804 Selfoss, Grímsnes- og Grafningshreppur 805 Selfoss og Bláskógabyggð 806 Selfoss. Póstnúmerið 801 er nú eingöngu í dreifbýli Sveitarfélagsins Árborgar.

Fyrri greinJakob Veigar sýnir á Stokkseyri
Næsta greinÞór tapaði heima gegn Stjörnunni