Ný póstáritun í Ölfusinu

Póstnúmeranefnd Íslandspósts hefur samþykkt beiðni íbúa í dreifbýli Ölfuss að taka upp póstnúmerið 816 Ölfus.

Þetta var tilkynnt íbúum í gær en breytingin hefur öðlast gildi nú þegar.

Lengst af hafa íbúar í Ölfusi haft póstáritunina 801 Selfoss og síðasta ár 816 Þorlákshöfn, sem íbúar voru mjög á móti og söfnuðu undirskriftum til mótmæla.