Ný öskufallsspá

Í dag og á morgun er spáð austlægri átt, 8 til 3 metrar, lítilsháttar rigningu eða slyddu, en úrkomulitlu í nótt og fram undir hádegi á morgun. Búast má við lítilsháttar öskufalli vestur og norðvestur af eldstöðinni.

Einnig getur einhver aska fallið norður af eldstöðinni þar sem vindar í hærri hæðum beina gosmekkinum í norðaustur-átt.

Á miðvikudag er spáð austan- og norðaustanátt og rigningu með köflum. Gosmökkinn leggur væntanlega í vestur og suðvestur frá eldstöðinni.

Fimmtudag og föstudag, 29. og 30. apríl er spáð hæglætisveðri. Öskufalls verður helst að vænta í nágrenni eldstöðvarinnar.

Fyrri greinSelfyssingar byrja degi seinna
Næsta greinLeikskólapláss fullnýtt í haust