Ný lögreglubíll á Hvolsvelli

Lögreglan á Hvolsvelli tók á dögunum í notkun nýja og glæsilega bifreið af gerðinni Skoda Octavia Scout sem er fjórhjóladrifinn skutbifreið.

Bíllinn er búinn öllum þeim búnaði sem lögreglumenn í umdæminu þurf að hafa við höndina, en í honum er m.a. hljóð- og myndupptökubúnaður, öflug ratsjá, tetra talstöð og handfrjáls búnaður fyrir Tetra og farsíma. Hann er einnig búinn nýrri gerð forgangsljósa og bætt var á hann vinnuljósum til að auðvelda vettvangsvinnu í myrkri.

Til viðbótar Skodanum er staðsettur á Hvolsvelli öflugur Toyota Landcruiser sem breytt var fyrir 38“ dekk á síðastliðnu ári og er hann í stakk búinn til að takast á við flest þau fjallaverkefni sem lögreglumenn í umdæminu þurfa að glíma við, en í umdæminu er gríðarleg umferð um hálendið á hverju ári.

Á Kirkjubæjarklaustri er svo lögreglan með þriggja ára gamlan Hyundai Santa Fe, sem er eins útbúinn nýi Skodann.

Til viðbótar hefur lögreglan til umráða tvær aukabifreiðar, jeppabifreið á Klaustri og fólksbifreið á Hvolsvelli.

Fyrri greinVerndarenglarnir á svið á Sólheimum
Næsta greinÓvissa um nýtt útboð strætó