Ný kirkja og menningarhús á Hvolsvelli

Hugmyndir eru uppi um byggingu kirkju sem einnig yrði menningarhús í miðbæ Hvolsvallar.

Hugmyndirnar verða kynntar á opnum fundi í Hvolsskóla í kvöld kl. 20.30. Þar mun formaður byggingarnefndar Kjartan Þorkelsson, sýslumaður, fara yfir undirbúningsvinnu sérstakrar byggingarnefndar á vegum sóknarnefndar Stórólfshvolskirkju.

Á fundinn mæta arkitektarnir Kristín Brynja Gunnarsdóttir og Steffan Iwersen frá arkitektastofunni Einrúmi.

Fundarstjóri verður Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri. Íbúar og allir áhugamenn um verkefnið eru hvattir til þess að mæta og skiptast á skoðunum um hugmyndirnar.

Fyrri greinMótmæla nýju póstnúmeri
Næsta greinLandeyjahöfn lokuð fram yfir helgi