Ný heimasíða fyrir ferðaþjónustuna í Rangárþingi eystra

Rangárþing eystra hefur sett í loftið heimasíðuna visithvolsvollur.is þar sem athygli er vakin á áhugaverðum stöðum og afþreyingu fyrir ferðamenn í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti í vor að bregðast við því ástandi sem COVID-19 hefur á ferðaþjónstu í sveitarfélaginu með því að hrinda í framkvæmd ferðamálstefnu sveitarfélagsins af miklum krafti. Sérstök áhersla er lögð á tvo þætti stefnunar þ.e. aðgengi, fegrun og fjölgun áfangastaða og markaðs- og kynningarvinna fyrir greinina. 

Á nýju heimasíðunni er dregið fram það helsta sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða en í Rangárþing eystra eru gríðarlega margir og fjölbreyttir áfangastaðir, allt frá svartri fjöru í Landeyjum að jöklum, fossum, hellum og Suðurhálendinu. Auk þess er einnn merkasti menningararfur landsins að finna á Byggðasafninu á Skógum, en þar er auk byggðasafnsins, húsa- og samgöngusafn.

Í sveitarfélaginu er mikill fjöldi af ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða nú upp á skemmtileg tilboð í afþreyingu, gistingu og mat, auk þess sem sum þeirra hafa sérsniðið tilboð og þjónustu fyrir Íslendinga. Á

Visithvolsvollur.is var opnuð formlega á fundi sveitarstjórnar þann 15. júní síðastliðinn.

Fyrri greinGul viðvörun í nótt og á morgun
Næsta greinKrossarnir víkja fyrir vegagerð