Ný hæð tekin í gagnið næsta sumar

Í síðustu viku skrifuðu eigendur Hótel Selfoss undir samning við verktakafyrirtækið JÁVerk um stækkun hótelsins upp á 28 herbergi. Verða þau byggð ofan á nýrri álmu hótelsins og verða því hótelherbergi á fjórum hæðum þar.

Að sögn Ragnars Bogasonar, hótelstjóra verða herbergin 28 öll í sömu stærðum og þau sem fyrir eru, en nokkru nútímalegri.

„Við leggjum talsvert upp úr því að þau verði nútímaleg og flott,“ segir Ragnar. Að stækkun lokinni verða hótelherbergin alls 127, en því til viðbótar er ætlunin að byggja tólf herbergi í turninum fyrir ofan menningarsalinn, en sá hluti er í eigu annarra aðila.

Framkvæmdir við stækkunina eru í raun hafnar, að sögn Ragnars, en þeim á að vera lokið í júní á næsta ári. Ragnar segir kostnaðinn trúnaðarmál, en fjármögnun sé lokið.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

Fyrri greinEfla styrkir fimleika
Næsta greinJökulmælingar Hvolsskóla fengu styrk úr Samfélagssjóði