Ný gönguskíðabraut á Laugarvatnsvöllum

Gaman á gönguskíðum. sunnlenska.is/Kristín Traustadóttir

Margir hafa gripið í gönguskíðin í vetrarblíðunni síðustu daga og víða hafa verið troðnar gönguskíðabrautir, til dæmis á Selfossi, í Hveragerði og á Laugarvatni.

Í gærkvöldi var brautin á Laugarvatni troðin aftur þannig að sporið á að vera gott fyrir komandi helgi.

Jafnframt því að fríska uppá brautina á Laugarvatni voru lagðar tvær brautir á Laugarvatnsvöllum við Laugarvatnshella þar sem Hellisbúarnir hafa aðsetur. Frábær braut í Fjallasal þar sem hægt er að njóta kyrrðarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá kort þar sem búið er að teikna upp brautina. Fyrir aðgengi er best að stefna að aðsetri Hellisbúanna, The Cave People, við Laugarvatnshelli.

Fyrri grein„Allt í toppstandi hjá okkur“
Næsta greinMikilvægt að láta vita strax um laus hross