Ný göngudeild lyflækinga opnuð um miðjan nóvember

„Megináhersla verður lögð á lyfjameðferð erfiðra lyflæknisvandamála svo sem krabbameinsmeðferð, en að auki verða þar starfræktar tvær blóðskiljunarvélar fyrir nýrnabilaða einstaklinga og fer meðferðin fram í samráði við sérfræðinga frá Landsspítala Háskólasjúkrahúsi.“

Þetta segir Esther Óskarsdóttir, skrifstofustjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) aðspurð um nýja deild sem opnuð verður á Selfossi um miðjan nóvember.

Esther segir ljóst að meðferð erfiðra lyflæknisvandamála í heimabyggð muni létta líf skjólstæðinga stofnunarinnar verulega. „Og efla um leið starfsemi sjúkrahússins.“

Fyrri greinTíu kærðir fyrir rangstöðu
Næsta greinLáta gera kvikmynd um hreppinn