Ný fjárrétt við Stokkseyri

Mikil hátíð var í Stokkseyrarhreppi á laugardag þegar tekin var í notkun ný fjárrétt við Mýrahlið ofan við Brautartungu og Hoftún.

Það er Búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps sem stóð fyrir byggingu réttarinnar sem er úr timbri og hið glæsilegasta mannvirki. Sauðfjárbændur á Stokkseyri unnu alla þætti við framkvæmdina sem staðið hefur í sumar og var lokið í síðustu viku.

Smölun á Stokkseyrarmýri og nærliggjandi svæði fór fram að morgni laugardagsins í mjög góðu veðri og var safnið, um 300 kindur alls, rekið í réttina um hádegisbil og réttin formlega tekin í notkun.