Ný ferðamannaverslun á Selfossi

Handverk Gramsa er ný ferðamannaverslun sem opnuð hefur verið í Kjarnanum á Selfossi. Eigendur verslunarinnar eru þau Grétar Þór Pálsson og Sóley Björk Sturludóttir á Selfossi.

Í versluninni er íslenskt handverk og minjagripir úr ýmsum áttum, en Grétar Þór smíðar marga af gripunum sjálfur. Hann segist með opnun búðarinnar vera að fylla upp í auðan tíma, en hann starfar alla jafna sem sjómaður.

Hann segir marga ferðamenn líta inn, og jafnvel megi prútta um verðið á sumum hlutum.

Fyrri greinFrábær árangur hjá Ægisstelpum
Næsta greinÁrborgarbúar flaggi um helgina