Númeraplötum stolið af tveimur bílum

Númeraplötum var stolið af tveimur bifreiðum sem voru á bílasölum á Selfossi um helgina.

Lögreglan á Selfossi segir algengt að brotamenn steli númerum til að setja á aðrar bifreiðar í þeim tilgangi að villa um þegar þeir eru í innbrotaleiðangri eða taka eldsneyti á bensínstöðvum og fara í burtu án þess að greiða fyrir.

Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að sjö ökumenn voru kærðir í síðustu viku fyrir hraðakstur, tveir fyrir ölvun við akstur og einn fyrir fíkniefnaakstur.