Númer klippt af ótryggðri rútu

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi kærði sextán ökumenn fyrir að aka of hratt í umdæminu í liðinni viku.

Einn þeirra er jafnframt grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við akstur bifreiðar sinnar en sá var stöðvaður á 86 km/klst hraða á 50 km/klst kafla á Selfossi. Tveir aðrir eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir þar sem þeir voru á ferðinni þrátt fyrir að vera sviptir ökurétti.
Fjórir ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis, þrír í Árnessýslu og einn á Höfn.

Þá fjarlægði lögreglan skráningarnúmer af rútu sem reyndist ótryggð í umferðinni. Þetta var á laugardaginn við Seljalandsfoss. Einnig reyndist rekstrarleyfi rútufyrirtækisins hafa runnið út á árinu 2018.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Fyrri greinLögreglubíll og jeppi í hörðum árekstri á Klaustri
Næsta greinEr þitt fyrirtæki á samfélagsmiðlum?