Númer klippt af fimm bílum

Lögreglumenn við eftirlit við Gullfoss tóku skráningarnúmer af litlum sendibíl í síðustu viku en hann reyndist, við uppflettingu, ótryggður.

Ökumaður hans og farþegar máttu því leita sér að fari í náttstað með öðrum hætti.

Klippt var af fjórum öðrum bifreiðum sem voru ótryggðar í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku.

Fyrri greinFjöldi hraðakstursbrota nánast sá sami og allt árið í fyrra
Næsta greinÞakklát fyrir að hafa boðist þetta tækifæri